Hús íslenskra fræða (Edda) var afhent 19. apríl sl. Byggingin er öll hin glæsilegasta, formið er sporöskjulaga og brotið upp með útskotum og innigörðum.
Að utan er byggingin klædd opnum málmhjúp með skreytingum af handritunum. Húsið er á þremur hæðum auk kjallara undir hluta hússins og opins bílakjallara.
Gengið var til samninga við Tengil ehf 2019 um að Tengill myndi sjá um rafkerfi sem og öryggiskerfi og hússtjónakerfi byggingarinnar.